Besta vöffluuppskriftin
- 1½ bolli hveiti
- ½ bolli kornsterkja (maizenamjöl)
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 2 bollar nýmjólk eða súrmjólk
- 2/3 bolli grænmetisolía (vegetable oil) eða brætt smjör
- 2 egg
- 3 tsk sykur
- 1 ½ tsk vanilludropar
Setjið hveiti, kornsterkju, lyftiduft, matarsóda og salt í skál og blandið vel saman. Bætið mjólk, grænmetisolíu, eggjum, sykur og vanillu saman við og blandið vel. Látið deigið standa í 30 mínútur. Bakið vöfflurnar á smurðu vöfflujárni.
Yfir vöfflurnar:
- sýrður rjómi (hrærið hann aðeins upp, svo hann verði kekkjalaus og mjúkur)
- kavíar
- rauðlaukur, fínhakkaður
- ferskt dill
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit