Á skírdag mun Menningarfélag Húnaþings vestra ásamt fríðu föruneyti tónlistarmanna úr héraðinu standa fyrir heiðurstónleikum Stuðmanna í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Yfir 30 flytjendur munu stíga á stokk og flytja 20 lög Stuðmanna sem spanna 45 ára tónlistarsögu þeirra. Flytjendur eru á öllum aldri en er aldursforsetinn 73 ára gamall. Popp- og rokkkórinn er meðal flytjenda og eru karlaraddir kórsins einnig í nokkrum öðrum lögum tónleikanna. Hafa æfingar staðið yfir síðan í mars.
Miðasala fer fram á tix.is og er miðaverðið 3.500 kr. Aldurstakmark er 16 ára en yngri mega koma í fylgd með forráðamanni.
Einnig er hægt að kaupa pakka sem inniheldur miða á tónleikana og ball með Ástarpungunum á Sjávarborg. Hefst ballið strax eftir tónleikana og kostar miðinn á báða viðburðina 5.500 kr.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af æfingum fyrir tónleikanna.