Fyrirhugað er að Sjávarútvegsskólinn í Fjallabyggð verði með kennslu í sumar fyrir 8. bekkinga grunnskólans, í samvinnu við vinnuskólann.
Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur á Austfjörðum frá árinu 2013 en þá setti Síldarvinnslan hann á stofn. Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri tók við rekstri skólans 2016 og eru nemendur úr Sjávarútvegsfræði kennarar skólans. Undanfarin ár hefur skólinn verið starfræktur á Austurlandi og Norðurlandi og hafa fyrirtæki og stofnanir á þeim stöðum þar sem kennt er alfarið staðið undir rekstri skólans. Kennt er í eina viku á hverjum stað.
Bæjarráð fagnar því að Sjávarútvegsskólinn verið starfræktur í Fjallabyggð í sumar og samþykkir að veita skólanum styrk að upphæð kr. 100.000.
Mynd: Hafrannsóknarstofnun