Í gær var fallegur dagur í Fjallabyggð þar sem skýjafarið og birtan voru einstök. Það sem mesta athygli vakti var að lofthiti var mjög hár miðað við árstíma og fór hitinn í Ólafsfirði í 17,3 gráður.

Á facebook-síðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings mátti sjá skemmtilega hugleiðingu um veðurfarið í gær eins og sjá má á skjáskotinu hér að neðan.

Það er spáð áframhaldandi hlýindum og björtu veðri hér á Tröllaskaga næstu daga en kólnandi þegar líður á vikuna.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan 10-15 m/s og dálítil væta við S- og V-ströndina, en annars mun hægari og léttskýjað. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og léttskýjað á N-verðu landinu, en skýjað og úrkomulítið syðra. Kólnar lítillega.

Á miðvikudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s og lítilsháttar væta við V-ströndina, en bjart með köflum annars staðar. Hiti kringum frostmark NA-til, en annar 2 til 7 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Hægir vindar og bjart með köflum, en kólnandi veður.

Siglufjörður 17. nóv. 2018. Mynd/Hugborg Inga Harðardóttir

 

Siglufjörður 17. nóv. 2018. Mynd/Hugborg Inga Harðardóttir

 

Siglufjörður 12. nóv. 2017. Mynd/Kristín Sigurjónsdóttir

 

 

Myndir: Hugborg Inga Harðardóttir/Kristín Sigurjónsdóttir