Hljómsveitin Meginstreymi var nýverið að senda frá sér sína aðra smáskífu sem nefnist ,,Í huga þér”.

Lagið er komið á spotify, youtube og allar helstu internet streymisveiturnar og er auk þess í spilun á FM Trölla.

Hljómsveitin lék á Siglufirði um síðustu verslunarmannahelgi.

Fyrsta smáskífa Meginstreymis kom út í fyrra og ber nafnið ,,Það sem enginn vita má”. Það lag kom út í tveimur útgáfum, með hljómsveit og einnig acapella. Þess má geta að gítarleikarinn góðkunni frá Akureyri Gunnar ,,Gúi” Ringsted sem lék forðum daga með Hljómsveit Ingimars Eydal kom í stúdíóið og lék á gítar í því lagi.

,,Það sem enginn vita má” er hægt að finna á youtube, spotify o.s.fr en það lag kom einnig út í takmörkuðu tölusettu upplagi á 7” vinyl þar sem það hentaði þema lagsins vel og fengu mun færri eintak en vildu en nú er eingöngu um stafræna net- útgáfu að ræða.

Á nýjustu smáskífu sína fékk Meginstreymi til liðs við sig hóp aðstoðarmanna. Gítarleikarann Reyni Hauksson sem áður starfaði með megin þorra meðlima Meginstreymis í hljómsveitinni Eldberg og söngvarann Jacób De Carmen en þeir félagar voru ásamt fleirum spænskum hljóðfæraleikurum á ferð um landið í byrjun sumars að kynna undraheima Flamenco tónlistarinnar. Eftir eina tónleikana var Jacóbi dröslað dauðþreyttum inn í hljóðver um miðja nótt til að syngja inn á lagið.

Einnig koma þeir Róbert Aron Björnsson saxafónleikari, Pétur Hjaltested alt mulig mand sem er Meginstreymi góðkunnur sem afleysingar- hjómborðaleikari sveitarinnar og Matthías Hemstock, einn helsti jazz- trommari og slagverksleikari landsins við sögu í laginu ,,Í Huga þér”.

Lagið ,,Í huga þér” hefur verið að fá góðar viðtökur og sér í lagi hjá yngstu kynslóðinni, en Meginstreymi hafa borist nokkur myndbönd af krökkum að dansa við lagið í gegnum snapchat-reikning sinn.

Einnig hefur plötuumslag nýju smáskífunnar vakið mikla athygli en myndina tók blaðamaðurinn geðþekki Kristján Gauti Karlsson.

Meginstreymi hefur síðustu ár leikið á dansleikjum um allt land, allt frá almennum dansleikjum, árshátíðum og þorrablótum yfir í grunnskólaböll og meira að segja á dansleikjum fyrir allra yngstu kynslóðirnar. Sveitin er einnig orðin þekkt fyrir sérsniðin skemmtiatriði sín en oft er leynigestur með sveitinni í för á ferðum hennar um landið.

Meginstreymi skipa menn sem leikið hafa með Eyþóri Inga, Kaleo og Eldberg svo fátt eitt sé nefnt.

Það er margt framundan hjá Meginstreymi, dansleikir víðsvegar um landið og fleiri lög væntanleg.

Það er hægt að fylgjast með Meginstreymi á instagram, snapchat og facebook.

Hægt er að hafa samband við sveitina í gegnum facebook síðu hennar eða í gegnum meginstreymi@gmail.com

Meginstreymi:
Ásmundur Svavar Sigurðsson – bassi
Heiðmar Eyjólfsson – söngur, gítar
Jakob Grétar Sigurðsson – trommur
Kristján Ingi Arnarsson – hljómborð
Gestaleikarar í þessu lagi:
Matthías Hemstock – slagverk
Pétur Hjaltested – söngur
Jacob De Carmen – Söngur
Reynir Hauksson – gítar
Róbert Aron Björnsson – saxafónn

Aðsent.