Það var glaður drengur sem fór út með fjölskyldunni sinni að hjóla á sunnudagskvöldið í veðurblíðunni á Siglufirði.

Það var hann Sigurbjörn Bogi sem fór í sinn fyrsta hjólatúr á nýju rafmagnsjóli sem margir velunnarar hans afa safnað fyrir.

Fjölskylda hans vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað við að kaupa hjólið sem kostaði rúmar 1.200.000 kr.

Bryndís Hafþórsdóttir móðir Sigurbjörns Boga sagði meðal annars.

“Við förum hjólandi glöð út í nýja viku, hjólið Sigurbjörns er komið og prufuðum við gripinn í kvöld. Okkur langar til að þakka elsku ættingjum og vinum okkar fyrir aðstoðina til að þessi draumur yrði að veruleika.
Þá viljum við sérstaklega þakka hlaupurunum okkar í Reykjavíkurmaraþoninu síðustu árin, Tóta og Stínu fyrir hönd Ljóðasetursins ásamt unglingunum okkar hér í Fjallabyggð þeir söfnuðu fyrir stórum hluta kostnaðar hjólsins”.

Mynd/aðsend