Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir nú í síðasta skipti eftir umsóknum um aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt.
Framleiðendur sem hyggjast hætta í sauðfjárbúskap eða fækka vetrarfóðruðum kindum um a.m.k. 100 geta sótt um aðlögunarsamning sem gildir í þrjú ár. Með gerð aðlögunarsamnings skuldbindur framleiðandi sig til að fækka vetrarfóðruðum kindum og í staðinn að byggja upp nýjar búgreinar, búskaparhætti eða hasla sér völl á öðrum sviðum m.a. til þess að stuðla að nýsköpun og náttúruvernd.
Umsóknarfrestur er til 31. desember 2021.
Ekki verður hægt að sækja um aðlögunarsamninga að þeim fresti loknum.
Sækja skal um á meðfylgjandi eyðublaði og skila undirrituðu á postur@anr.is
Umsóknareyðublað má finna hér.
Nánari upplýsingar um aðlögunarsamninga er að finna í reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019, VII. kafla
Mynd: istock