Vegna fjölda ábendinga og kvartana vegna stigans á Árskógssandi, sem liggur á milli Sjávargötu og hafnarinnar, var ákveðið að fá byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar til að taka hann út.

Þann 24. okt. 2022 fór fram úttekt á stiganum og niðurstaðan var eftirfarandi:

„Viðkomandi stigi og umhverfi hans skoðað. Aðstæður óforsvaranlegar og þarfnast tafarlausra endurbóta eða fjarlægingar.“

Á meðan unnið er að framtíðarlausn og nýju deiliskipulagi á svæðinu hefur verið ákveðið að fjarlægja stigann tafarlaust þar sem af honum er talin mikil slysahætta.

Áætlað er að fjarlægja stigann öðru hvoru megin við næstu helgi.

Í framhaldi verður hugað sérstaklega að hálkuvörnum fyrir gangandi vegfarendur.

Mynd/Dalvíkurbyggð