Slökkviliðsmenn í Fjallabyggð fengu tækifæri í gærkvöldi til þess að æfa reykköfun og slökkvistarf í stóru og flóknu iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði.
Æfingin var krefjandi en húsnæðið var reykfyllt og voru reykkafarar fengnir til þess að bjargar tveimur (dúkkum) úr húsnæðinu. Þá nýtti slökkvilið sé þær aðstæður að vinna með körfubíl á vettvangi þar sem slökkvistarf færi fram að hluta á þaki hússins.
Hnökrar sem koma upp á æfingum sem þessum eru svo nýttir til umbóta bæði hvað varðar samskipti, verklag, tækjabúnað sem og aðbúnað.
Sjá myndir: HÉR