Sigmar Bech var að gera þriggja ára samning um leigu á Harbour House á Siglufirði. Sigmar rak Harbour House í sumar, gekk reksturinn mjög vel og ætlar hann að hafa staðinn opinn í fyrsta skipti yfir vetrar tímann.

Segir meðal annars í tilkynningu á facebooksíðu Harbour House í gær

“Kæru vinir, Það er mér mikið gleðiefni að tilkynna ykkur að ég mun halda rekstri áfram á Harbour House í vetur og vonandi næstu árin. Opnunartími verður frá fimmtudegi til sunnudags til að byrja með.
Ég mun hafa bruncinn áfram á laugardögum frá 12-14 og sunnudögum frá 9-13 í vetur! Einnig verður lambalærið á sínum stað frá 18-21 á sunnudögum.
Ég vona svo sannarlega að bæjarbúar og aðrir haldi áfram að njóta þess sem Harbour House hefur upp á að bjóða. Þetta verður bæði skemmtilegur og spennandi vetur framundan. Ég vil svo þakka ykkur öllum stuðninginn!
Kær kveðja, Sigmar Bech”.

Harbour House

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Harbour House