Í gær var Siglfirðingafélaginu fært fyrsta eintakið af nýútgefinni bók sr. Sigurðar Ægissonar um Gústa guðsmann, á aðalfundi félagsins.
Ævisaga Gústa guðsmanns var prentuð í Lettlandi og kom til landsins í gær.
Bókin er væntanleg í verslanir á höfuðborgarsvæðinu í dag og á landsbyggðinni strax eftir helgi. Hún er um 480 blaðsíður.
Á myndunum er Helgi Magnússon, einn af þeim sem komu að vinnslu bókarinnar, að afhenda fyrir hönd höfundar, sem var fjarri vegna starfsskyldna sinna nyrðra, Jónasi Skúlasyni, formanni Siglfirðingafélagsins eintakið. Svo er önnur þar sem Jónas sýnir ljósmyndara bókina.
Sjá fyrri frétt á Trölla.is: “ENGILL Í DULARGERVI” SAGAN UM GÚSTA GUÐSMANN EFTIR SIGURÐ ÆGISSON
Myndir: Erna Ýr Guðjónsdóttir.