Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir landaðan afla með samanburði við fyrri ár á 121. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar. Á Siglufirði höfðu í lok júní 8.525 tonn borist á land í 763 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 6.534 tonn í 668 löndunum. Í Ólafsfirði hefur 279 tonnum verið landað í 166 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 305 tonnum verið landað í 206 löndunum. |
Aflatölur til loka júní 2021.pdf |