Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars.

Fyrsta íslenska lögreglukonan hét Vilhelmína Þorvaldsdóttir, hún var ráðin til lögreglunnar í Reykjavík árið 1954. Vilhelmína hafði lokið námi í ensku, dönsku og uppeldisfræði ásamt því að sækja sér þekkingu til bandarísku kvenlögreglunnar.

Hlutverk Vilhelmínu innan lögreglunnar tengdist fyrst og fremst málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna.

Á vefnum Tímarit.is má sjá áhugavert viðtal við Vilhelmínu um starf sitt.

Glögglega má lesa úr viðtali Vilhelmínu þann tíðaranda sem var við lýði um miðja síðustu öld. Sjá viðtalið: HÉR

Heimild og mynd/Logreglan á Norðurlandi vestra