Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár á 143 fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar.

Á Siglufirði höfðu þann 31. desember 2023, 15019 tonn borist á land í 1180 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 15916 tonn í 1331 löndunum.

Á Ólafsfirði höfðu 135 tonn borist á land í 122 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 411 tonn í 157 löndunum. Af aflatölum 2023 á Siglufirði eru 1395 tonn frosin rækja.

Aflatölur árið 2024 frá 1. janúar til 26. janúar eru 310 tonn í 15 löndunum á Siglufirði. Samtímatölur fyrra árs eru 283 tonn í 14 löndunum.

Engum afla hefur verið landað á Ólafsfirði það sem af er ári.