Eins og fram hefur komið í fréttum á Trölla.is, hefur verið uppi ágreiningur á milli Fjallabyggðar og Selvíkur ehf í tengslum við áform Samkaupa um uppbyggingu verslunarhúss í miðbæ Siglufjarðar.
Mótmæla uppbyggingu Samkaupa í miðbæ Siglufjarðar
Svarbréf Fjallabyggðar:
Með fundarboði á 847. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar fylgdi svar Birgis T. Péturssonar, f.h. Selvíkur ehf. í tengslum við svarbréf Fjallabyggðar við áskorun Selvíkur á hendur sveitarfélaginu um efndir skv. fimm liða samkomulagi.
Sjá bréf stílað á bæjarstjóra Fjallabyggðar og lögfræðing bæjarins:
“Sæl bæði.
Umbj. m. telur ljóst af bréfi Fjallabyggðar að kominn sé upp ágreiningur um framkvæmd og túlkun samkomulags aðila frá 28. apríl 2012, að því er varðar 1. tölulið þess. Skv. greininni er Fjallabyggð skylt að hafa náið samráð og samstarf við umbjóðanda minn um skipulag á svæðinu. Vísað er til gildandi skipulags miðbæjarins, sem umbj. m. telur í ágætu samræmi við samkomulag aðila. Umbj. m. telur fyrirhugaðar breytingar á gildandi skipulagi í andstöðu við efni samkomulagsins. Þá telur umbj. m. að Fjallabyggð hafi brotið gegn málsmeðferðarákvæðum samkomulagsins með því að hundsa sérstaka samningsbundna skyldu sína um samráð. Af bréfi Fjallabyggðar verður ráðið að ágreiningur er um framangreint.
Með vísan til B-liðar samkomulagsins kýs umbj. m. að ágreiningur þessi verði lagður í hendur viðræðuhóps, eins og samningsaðilum er skylt að gera skv. samkomulaginu þegar slíkur ágreiningur kemur upp. Hópinn skulu skipa tveir frá hvorum samningsaðila og freista þess að leysa ágreininginn í viðræðum. Umbj. m. óskar eftir upplýsingum um tilnefningu Fjallabyggðar í hópinn hið allra fyrsta og mun samhliða tilkynna Fjallabyggð um sína fulltrúa í viðræður þessar.
Óskað er eftir að erindi þessu sé komið til viðeigandi nefnda og ráða sveitarfélagsins sem eru bær til að annast tilnefningu í viðræðuhópinn.
Kv,
Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður.
birgir@llg.is | 893 63 00
LLG | LÖGMENN
Laugavegi 31 | 101 Reykjavík | Sími 512 1220
logmenn@llg.is | www.llg.is“
Vilja byggja verslunarmiðstöð á tjaldsvæðinu Siglufirði
Bæjarráð þakkar lögmanni Selvíkur ehf. fyrir bréfið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir áliti lögmanns bæjarins um efnisatriði bréfsins en vísar að öðru leyti málinu til bæjarstjórnar.
Vilja kynna nýjan verslunarkjarna Samkaupa á opnum íbúafundi
Kalla eftir svörum frá Samkaupum