Í gær laugardaginn 14. september kl. 14:00 opnaði samsýning fimm myndlistarmanna og ljósmyndara í Síldarminjasafninu (Gránu) og Herhúsinu á Siglufirði.

Sýningargestir voru afar ánægðir með sýninguna
Sýnendur eru þau Haraldur Ingi Haraldsson sem sýnir Cod Head (akrýlverk á plastfilmu), Garún sýnir Skuggasveina (kindahorn og ull), J. Pasila ljósmyndaverk, Björn Valdimarsson ljósmyndir úr myndaröðinni Hvarf og Bergþór Morthens er með Flekann, olíu- og akrílmálverk.

.
Sýningarstjóri er kanadíski háskólaprófessorinn Sara Matthews sem dvalið hefur í Listhúsinu í Ólafsfirði nokkrum sinnum síðustu árin.
Sýningin ber heitið „Að sjá það sem hulið er“ og verður hún opin daglega í Gránu 14.-29. september kl. 13-17 og í Herhúsinu um helgar kl. 14-16.
Frekari opnun þar verður auglýst sérstaklega og einnig er hægt að hafa sambandi við Björn eða Bergþór varðandi skoðun á sýningunni á öðrum tímum.

.

.

.
Myndir: Björn Valdimarsson