Á vegum verkefnisins Leiðir til byggðafestu er boðið upp á áhugavert námskeið um sóknarfæri í ræktun með svokallaðri “No dig/No till” aðferð. 

Hjónin Þórunn MHJ Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hvítlauksræktendur að Neðri-Brekku í Dalabyggð eru frumkvöðlar í slíkri ræktun hérlendis. Aðferðin er einnig kennd við “lasagna” þar sem náttúran sér sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig. Þórunn og Haraldur hafa kynnt sér aðferðafræðina vel og deila nú reynslu sinni með áhugasömum.

Þessi árangursríka aðferð nýtist í allskonar ræktun grænmetis fyrir heimili, veitingahús eða til framleiðslu fyrir sölu á markaði.

Þann 1. júlí kl. 16-19 verður haldið námskeið um þessa ræktunaraðferð í Víðihlíð. Áhugasöm eru beðin um að skrá sig með því að senda póst á hlediss@gmail.com eða með því að merkja við mætingu á facebook viðburði námskeiðsins. Einnig er boðið upp á samskonar námskeið á Ströndum og í Dalabyggð.