Á 115. fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar kom fram hugmynd um að skoða möguleika á uppsetningu á salernishúsi í Skarðsdalsskógi sem nýta mætti fyrir útivistafólk á svæðinu.
Fram hefur komið, m.a. hjá Skógræktarfélagi Siglufjarðar, að mikil þörf sé fyrir slíka aðstöðu. Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti mögulega útfærslu verkefnisins og hvaða styrkleiðir eru mögulegar til slíks verkefnis s.s. hjá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða.
Markaðs- og menningarnefnd þakkaði markaðs- og menningarfulltrúa fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla hugmynd.
Á þessu stigi málsins er einungis um hugmynd að ræða sem nefndin vísar til kynningar í bæjarráði.
í markaðs- og menningarnefndar eru þau.
Jón Kort Ólafsson aðalm, Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður, Ægir Bergsson formaður, Karen Sif Róbertsdóttir aðalm og Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.