Álagningu fasteignagjalda í Fjallabyggð 2020 er lokið.
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla rafrænt í gegnum rafræn Fjallabyggð, á heimasíðu Fjallabyggðar og á island.is. 

Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óska og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 464-9100 eða á netfangið  fjallabyggd@fjallabyggd.is

Greiðslukröfur vegna fasteignagjaldanna birtast í öllum heimabönkum og greiðsluseðlar sendir þeim sem óska eftir að fá þá heimsenda. Þeim aðilum er bent á að hafa samband  í síma 464-9100 eða á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Fasteignagjaldareikningar eru aðgengilegir á rafrænni Fjallabyggð, undir flipanum gjöld.

Hægt er að greiða fasteignagjöld með boðgreiðslum ef þess er óskað. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofur Fjallabyggðar sem fyrst.

Gjalddagar fasteignagjalda verða tíu, frá 1. febrúar til og með 1. nóvember 2020.

Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknuð við álagningu fasteignagjalda. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali. 
Ekki er þörf að sækja sérstaklega um þennan afslátt.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is