Váboðskerfi Neyðarlínunnar (sms sendingar), sem viðbragðsaðilar á Íslandi (þ.á.m. lögreglan og Almannavarnir) notar er nýtt til að koma skilaboðum til fólks þegar rétt þykir og ákveðið af þeim sem hefur forsvar aðgerða hverju sinni.
SMS kerfið virkar þannig að óskað er eftir því að skilaboð berist til fólks á ákveðnu landsvæði (hnitin send á símafyrirtækin ásamt texta). Kerfi símafyrirtækjanna reikna út hvaða símar eru á svæðinu og sendir því næst boðin í þá. Tæknin (kerfið) býður ekki upp á það að hægt sé að tryggja að öll tæki innan svæðisins fái skilaboðin og að tæki utan svæðisins fái þau ekki.
Að skilaboð berist ekki í síma innan svæðis eða í síma utan svæðis gerist og talið er að tilfellin séu um 9-10%. Þrátt fyrir þessa annmarka hafa SMS skilaboðin gagnast vel og þjónað sínum tilgangi.
Það er algengur misskilningur að hægt sé að tryggja það að SMS skilaboð berist í öll símtæki sem staðsett eru á ákveðnu landsvæði eða innan „girðingarinnar“ sem sett er upp (hnit).
Sjá tilkynningu frá 5. júlí sl. kemur fram „Ekki er hægt að útiloka að SMS-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er almenningur beðinn um að hafa það í huga“.
Mynd/skjáskot frá vefsíðu Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra