Á gamlárskvöld verður áramótaball í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Það er óhætt að segja að það verður alvöru áramótaball, þótt gleðin verði þar eflaust við völd.

Húsið verður opnað kl. 00:30, 16 ára aldurstakmark, enginn hámarksaldur, miðaverð aðeins 3.500 Kr.

Mikill undirbúningur hefur verið undanfarið enda Hvammstangabúar þekktir fyrir sín menningarafrek hvort sem það eru leikrit, söngleikir eða önnur stórvirki á sviði menningar, eins og þetta áramótaball ætlar að verða.

 

Mynd: Sigurvald Ívar Helgason

 

Mynd: Sigurvald Ívar Helgason

 

Mynd: Sigurvald Ívar Helgason

 

Í lýsingu viðburðarins á facebook vekur eftirtekt að hún er á 5 tungumálum ! enda Hvammstangi og nágrenni orðið heilmikið fjölmenningar samfélag.

Íslenska lýsingin er á þessa leið:

Takið nóttina frá, bókið pössun strax, dragið fram silfurgallann og glimmerkjólinn, hættið við öll plön um að vera heima í leti á áramótunum því það verður haldið alvöru áramótaball í Félagsheimilinu á Hvammstanga um áramótin 2019/2020.

Þú munt geta dansað þig inní annað fabjúless ár eða dansað frá þér liðið leiðinlegt ár því fyrir dansi leikur hljómsveit sem mun halda uppi stuðinu framundir morgun.

Hljómsveitin “Sílin” leikur og er ca. svona skipuð:

Ástrós Kristjánsdóttir : Söngur.
Baldvin Freyr Hannesson : Söngur.
Kiddi í Dæli: Söngur
Jóhann Smári: Söngur
Stella Ellerts : Söngur.
Tommi Dan : Söngur, slagverk og sprell.

Addi sterki: Hljómborð
Benni Ása: Gítar.
Halli Ara: Bassi.
Júlli á Hvalshöfða: Gítar.
Sigurvald: Trommur
Skúli Húnn: Gítar.

Svo sér DJ-Heiðar um það sem við hin kunnum ekki.

 

Mynd: Sigurvald Ívar Helgason

 

Hér eru nokkrar myndir sem Kristín Guðmundsdóttir tók á æfingum í aðstöðu Menningarfélagsins fyrir nokkrum dögum.