Í dag fimmtudaginn 12. nóvember fara tveir þættir í loftið á FM Trölla.
Andri Hrannar er í beinni frá Maspalomas á Gran Canaria með þáttinn sinn Undralandið á milli 13:00 – 16:00.
Í þættinum spilar Andri Hrannar lög úr ýmsum áttum, tekur við óskalögum og þræðir hina hárfínu línu velsæmisins með misjöfnum árangri
Síðan kl. 18:00 – 20:00 fer þátturinn Andans truntur í loftið með Jóni Þór í Keflavík ásamt þeim Munda og Palla í Noregi.
Í þættinum verður frumflutt flunkunýtt örlag, sem ber heitið “Fýlurapp” og í því lýsir höfundur (Mundi) yfir vanþóknun sinni á bútasaumslagskeppninni i fyrsta þættinum.