Anna Hermína, sem búsett er á Siglufirði safnar jólagjöfum fyrir þá sem minna mega sín sautjánda árið í röð.

Anna Hermína byrjaði að gefa jólagjafir árið 2005 og hefur það aukist jafnt og þétt á þessum 17 árum.

Í fyrstu voru það 20 – 30 gjafir sem hún gaf sjálf, en svo fóru fleiri og fleiri að taka þátt með Önnu og í fyrra söfnuðust um 800 gjafir frá fólki í Fjallabyggð, pakkarnir fóru á Norðurland og til Reykjavíkur.

Þeir sem vilja láta gott af sér leiða geta komið pökkum til Önnu Hermínu eða hringt í hana í síma 848 9048.

Einnig er hægt að leggja inn á reikning, 0348-13-8865 300572 3409 og verslar Anna Hermína fyrir upphæðina og sendir hún viðkomandi mynd af greiðslukvittuninni.

Anna Hermína var kosin maður ársins í Fjallabyggð af lesendum Trölla.is árið 2020, það er ljóst að óeigingjarnt starf hennar vekur athygli víða og eru henni margir þakklátir.

Á forsíðumynd má sjá börnin á Leikskálum, Siglufirði koma færandi hendi til hannar með pakka í söfnunina.

Maður ársins í Fjallabyggð