Nú er umferð til Dalvíkur farin þyngjast.
Þeir sem koma að norðan, t.d. frá Ólafsfirði og Siglufirði eru beðnir að beygja til vinstri, í átt að sjónum, um leið og komið er inn á Dalvík, þar sem er Blátt P merki með pílu. Það er leiðin að bestu bílastæðunum sem eru nálægt tónleikastaðnum, og þaðan er einnig fljótlegast að komast heim þegar tónleikum og flugeldasýningu lýkur.
Þeir ökumenn sem koma sunnan frá, t.d. frá Akureyri, skulu fylgja leiðbeiningum lögreglu vel, því þar eru lögreglumenn til að stjórna umferð.
Lögreglan mun svo leiðbeina ökumönnum eftir flugeldasýningu, til að umferðin gangi vel.
FM Trölli, á fm 103.7 flytur tilkynningar frá lögreglu og viðbragðsaðilum þegar tilefni eru til, FYLGIST MEÐ Á FM 103.7
Einnig segir á facebook síðu lögreglunnar:
Fiskidagsskilaboð.
Nú er Fiskidagurinn mikli í fullum gangi á Dalvík og framundan eru Fiskidagstónleikarnir sem eru í kvöld, laugardaginn 10. ágúst. Okkur langar að biðla til þeirra sem að eru að koma á tónleikana að hafa nokkur atriði í huga.
Að koma með góða skapið og njóta stundarinnar.
Að sameinast um bifreiðir eins og kostur er.
Að fara eftir leiðbeiningum starfsmanna varðandi bifreiðastæði, hvar þið getið lagt. Starfsmenn Fiskidagsins reyna að setja ykkur á sem besta stað á hverjum tíma.
Að tónleikum loknum viljum við biðja ykkur um að sýna þolinmæði, við munum reyna að stýra umferðarflæðinu eins vel og við getum frá svæðinu.
Við setjum inn tilkynningar hérna ef eitthvað þarf að hafa í huga eða einhver atvik verða sem truflað geta umferð.
Einnig munum við nota útvarp Trölla, FM 103,7, til að koma tilkynningum áleiðis ef eitthvað sérstakt er.
Njótið kvöldisins, skemmtið ykkur vel og hafið gaman af lífinu, við ætlum að gera það….