Asískar kjötbollur (uppskrift fyrir 4)
- 500 g nautahakk
- 1 egg
- 3 msk kálfakraftur (kalv fond)
- 1 + 1 msk rautt karrýmauk
- 1 laukur
- 1 dós kókosmjólk (400 ml)
- 1/2 dl mango chutney
- 10 þurrkuð limeblöð
- kóriander
- salt og pipar
Blandið saman nautahakki, eggi, kálfakrafti, 1 msk karrýmauki, ½ tsk salti og smá pipar. Gerið litlar kjötbollur úr blöndunni.
Fínhakkið laukinn og steikið við vægan hita á pönnu þar til hann er mjúkur en ekki farinn að dökkna. Bætið 1 msk af karrýmauki saman við og steikið saman í 1 mínútu til viðbótar. Hrærið kókosmjólk og mango chutney saman við. Setjið limeblöð og kjötbollurnar í sósuna og látið sjóða undir loki við vægan hita í um 7 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
Stráið kóriander yfir eftir smekk og berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit