Sveitarfélagið Skagafjörður og Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði leita eftir ljósmynd til að prýða forsíðu á Skagafjarðakorti sem gefa á út í janúar.

Skagafjarðarkortið er helsta kynningarefni fyrir Skagafjörð og er dreift á ferðaþjónustuaðila og allar upplýsingamiðstöðvar á Íslandi.

Leitað er af fallegri mynd af Drangey, Málmey eða Þórðarhöfða. Áhugasamir sendi mynd á sigfusolafur@skagafjordur.is.

Greitt verður fyrir þá mynd sem valin verður á Skagafjarðarkortið.