Tillaga að deiliskipulagi – Flæðigerði
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 18. ágúst sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Flæðigerði á Sauðárkróki í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmiðið með tillögunni er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir hesthúsalóðum og skapa góða aðstöðu fyrir fjölbreyttar íþróttir. Skipulagssvæðið er 33,4 ha og á uppdrætti eru sýndar 22 hesthúsalóðir við Tjarnargerði, 26 hesthúsalóðir við Flæðigerði, 1 lóð fyrir dýraspítala, 1 fyrir dælustöð hitaveitu, 2 fyrir reiðhallir, 1 fyrir samkomuhús og 1 fyrir reiðgerði. Þá eru 3 byggingarreitir utan lóða fyrir dómhús.
Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15.
Tillagan er auglýst frá 22. september til og með 5. nóvember 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir og eða koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og má afhenda í afgreiðslu ráðhúss við Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki eða senda á póstfangið, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki. Einnig er hægt að senda ábendingar / athugasemdir á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is
Nálgast má skipulagsgögnin hér fyrir neðan:
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar