Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtaldar skipulagstillögur:
A) Þann 31.10.2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að íbúðarsvæði 312-Íb, Hóla- og Túnahverfi, er stækkað til norðurs um 0,1 ha. Með stækkuninni fæst ein byggingarlóð fyrir parhús. Skipulagsákvæði fyrir svæðið eru uppfærð til samræmis við almenna skilmála.
B) Þann 31.10.2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Hóla og Túnahverfi Dalvík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast af Böggvisbraut í austri og opnu grasi grónu landsvæði í suðri, vestri og í norðri. Skipulagssvæðið er um 10.5 ha að stærð og er í eigu og umsjá Dalvíkurbyggðar. Svæðið er skilgreint í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 – 2020 sem íbúðarsvæði (svæði 312-Íb og 314Íb).
Í deiliskipulagstillögunni eru alls sjötíu og níu lóðir undir íbúðarhús. Á skipulagssvæðinu eru nú alls sextíu og eitt íbúðarhús.
Innan skipulagssvæðisins eru tvö opin svæði með húsum í kring.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar frá gildandi deiliskipulagi:
- 1. Parhúsalóðunum nr. 9a og 9b við Hringtún er breytt í lóð fyrir þriggja íbúða raðhús.
- 2. Einbýlishúsalóðunum nr. 17 og 19 við Hringtún er breytt í lóðir fyrir parhús.
- 3. Nýrri lóð fyrir parhús á einni til tveimur hæðum, Hringtún 20 – 22 er komið fyrir norðan við Hringtún 13 – 15 og skipulagssvæðið stækkað til norðurs sem því nemur.
- 4. Afmarkaður er byggingarreitur utanum 20 m² garðhús á efri hluta einbýlishúsalóðarinnar Hringtún 30.
- 5. Einbýlishúsalóðirnar Hringtún 42 og 44 eru sameinaðar í eina lóð og breytt í fjögurra íbúða raðhúsalóð.
- 6. Einbýlishúsalóð við Skógarhóla 11 er breytt í þriggja íbúða raðhúsalóð.
Kynningarfundur um tillögurnar var haldin í menningarhúsinu Bergi á Dalvík þriðjudaginn 6. ágúst 2019.
Skipulagstillögurnar verða til sýnis í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með miðvikudeginum 11. desember nk. til fimmtudagsins 23. janúar 2020 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til fimmtudagsins 23. janúar 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til byggingarfulltrúa, borkur@dalvikurbyggd.is
Myndir: Dalvíkurbyggð