Matvælastofnun varar við neyslu á vissum Best fyrir dagsetningum af Dip Nacho Cheese Style og Cheddar Cheese Sauce frá Santa Maria vegna Bacillus cereus örvera, sem komu í ljós í eigin eftirliti fyrirtækisins í einni framleiðslulotu. Matareitrun af Bacillus cereus getur valdið uppköstum eða niðurgangi. Engar upplýsingar hafa borist um að fólk hafi veikst af vörunni. Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Dreifingarfyrirtækin í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafa stöðvað dreifingu og innkallað vöruna, sem á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Santa Maria Dip Nacho Cheese Style
- Þyngd: 250 g
- Strikamerki: 7311312007223
- Best fyrir dagsetningar: eru á forminu ár-mánuður-dagur á umbúðum
01/06/2025 til 31/08/2025 - Framleiðsluland: Holland
- Dreifing:
Aðföng: Allar verslanir Bónus og Hagkaups
Samkaup: Varan var ekki farin í dreifingu. - Vöruheiti: Santa Maria Cheddar Cheese Sauce
- Þyngd: 3 kg
- Best fyrir dagsetningar: 01/06/2024 til 31/08/2024
- Framleiðsluland: Holland
- Dreifing:
OJ&K-ÍSAM ehf: Nokkur stóreldhús.
Neytendum er bent á að neyta ekki vörunnar og þeir geta skilað henni gegn endurgreiðslu í verslunina þar sem hún var keypt.