Lagt fram erindi framkvæmdastjóra N4 á 773. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um að efla fjölmiðlun frá landshlutanum með þátttöku í áhersluverkefni til næstu þriggja ára.
Bæjarráð þakkaði N4 fyrir erindið og þakkar gott boð. Fjallabyggð er sem stendur í verkefni við N4 og hyggst klára það verkefni áður en farið verður í frekari verkefni.
Fjallabyggð í samstarf við N4
N4 óskar eftir fjárstuðningi Fjallabyggðar
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi ályktun:
Bæjarráð Fjallabyggðar leggur til við Alþingi og ríkisstjórn í ljósi þess að ákveðið hefur verið styrkja einkarekna fjölmiðla, að tryggja og skilyrða ákveðið fjármagn til fjölmiðlunar og dagskrárgerðar á landsbyggðinni.
Einnig hvetur bæjarráð Fjallabyggðar stjórnvöld til þess að skattleggja sérstaklega auglýsingatekjur erlendra streymisveitna og tryggja þannig nauðsynlegt fjármagn til innlendrar dagskrárgerðar.