Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri kíkti í heimsókn í vinnustofuna hjá Sjálfsbjörgu á Siglufirði í nýliðinni viku. 

Þar sveif jólaandinn yfir vötnum. Allir glaðir í bragði, á fullu við að framleiða fallega hluti og flíkur. 

Opið er hjá Sjálfsbjörgu alla virka daga frá kl. 13:00-16:00 og hægt að kaupa fallegar jólaskreytingar, glervörur, keramik, prjónavörur og margt fleira sem ratað gæti  í jólapakkann í ár.

Það er svo sannarlega notalegt að líta inn hjá Sjálfsbjörgu á aðventunni.

Hægt er að skoða allskonar varning sem er til sölu hjá Sjálfsbjörg á Siglufirði á facebooksíðu félagsins.

Mynd og heimild/Fjallabyggð