Baggalútur og Una Torfa hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist Casanova og er í spilun á FM Trölla.
Hér leiða gleði- og aðventusveitin Baggalútur og nýjasta ofurhetja íslenska tónlistarheimsins, Una Torfa, saman mjallhvíta hesta sína. Lagið er í sígildum glitköntrístíl og fjallar textinn um hina eilífu leit að ástinni — eða einhverju þokkalega sambærilegu.
Höfundur lags: Bragi Valdimar Skúlason
Höfundar texta: Bragi Valdimar Skúlason og Una Torfadóttir
Una Torfadóttir, söngur
Guðmundur Pálsson, söngur
Karl Sigurðsson, söngur
Sigurður Guðmundsson, bassi, raddir
Kristinn Snær Agnarsson, trommur
Guðmundur Pétursson, gítar
Eyþór Gunnarsson, hljómborð
Samúel Jón Samúelsson, básúna
Kjartan Hákonarson, trompet
Óskar Guðjónsson, saxafónn
Útsetning strengir og brass
Veigar Margeirsson
Hljóðritað í Hljóðrita og Skammakróknum í Hafnarfirði
Upptökustjórn Guðmundur Kristinn Jónsson
Aðstoð við upptökur Sigurður Guðmundsson