Benecta open, golfmótið fór fram í gær. Fjöldi þátttakenda var mikill, mun fleiri en búist var við og var fólk á biðlista. Alls tóku 48 keppendur – sem skipuðu 24 lið – þátt í mótinu. Mótið þótti takast vel og völlurinn mjög góður, þrátt fyrir rigningatíð undanfarið.
Þetta var svo kallað Texas Scramble með forgjöf.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum:
1. sæti x 2. Gisting í delux herbergi fyrir 2 á Sigló Hótel m/kvöldverði á Sunnu.
2. sæti x 2. Gisting í standard herbergi fyrir 2 á Sigló Hótel.
3. sæti x 2. Kvöldverður fyrir 2 á Sunnu.
Verðlaunahafar Benecta open golfmótsins.

Anton Ingi og Lárus Ingi, Jóhann Már og Sindri Ólafsson, Jason James og Óskar.
Einnig voru veitt nándarverðlaun, sem eru veitt þeim sem koma boltanum næst holu á “par 3” brautum, eftir eitt högg.
6., 7. og 9. braut eru “par 3” brautir á vellinum í Hólsdal.

Þeir sem hlutu nándarverðlaun

Almenn ánægja var með golfmótið

Egill Rögnvaldsson “Skarðsjarl”
Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason