Í dag, föstudag, hefst dreifing á nýja diskinum “Pikkað upp úr poppfarinu” sem Leó R. Ólason er að gefa út um þessar mundir.
Diskurinn verður til sölu á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði, en á laugardag og sunnudag verður hann seldur utan dyra á Ráðhústorginu ef veður leyfir eða inni á veitingahúsinu Torginu.
Það er björgunarsveitin Strákar sem sér um söluna fyrst um sinn, en þeir sem kaupa diskinn næstu dagana styðja við gott málefni í leiðinni.
Diskurinn kostar 3.500 kr. og rennur andvirðið að stórum hluta til björgunarsveitarinnar.