Óhætt að segja að veðrið hafi leikið við grunnskólabörn í Fjallabyggð, svona rétt fyrir Fyrsta vetrardag.
Börnin hafa svo sannarlega notið blíðunnar í frímínútum sem og í vettvangsferðum.
Á Bleika daginn, föstudaginn 16. október voru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Í Grunnskóla Fjallabyggðar var boðið upp á bleikan grjónagraut í hádeginu og nemendur og starfsmenn mættu í bleikum fötum. Frábær dagur í skólanum.
Smelltu HÉR til að sjá myndir frá bleika deginum
Mynd og heimild/Grunnskóli Fjallabyggðar