Blómkálssúpa með camembertsmurosti og sweet chili (uppskrift fyrir 5)

  • 10 dl vatn
  • 2  kjúklingateningar
  • 1 dós camembertsmurostur
  • um 700 g blómkál
  • 1-2 msk sweet chili sósa
  • nokkrir dropar hunang
  • ½ – 1 tsk balsamik edik
  • salt og pipar

Hitið saman vatn og kjúklingateninga í rúmgóðum potti. Skolið blómkálið og brytjið það niður. Hrærið smurostinum saman við soðið. Bætið blómkálinu út í og sjóðið þar til það er orðið meyrt. Bætið sweet chili sósu , hunangi og balsamik ediki út í og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit