Í gær mættu börnin á leikskólanum Leikskálum í heimsókn á Ljóðasetur Íslands.
Þangað mættu þau ásamt kennurum sínum og hefur heimsókn á Ljóðasetrið verið fastur liður á hverju á ári undanfarin ár.
Börnin fengu smá kynningu á setrinu og ljóðlistinni, hlýddu á nokkur ljóð og lög og svo var að sjálfsögðu sungið snjallt fyrir forstöðumann setursins, Þórarinn Hannesson.
Í lokin litu börnin á himinháu bókahillurnar og fengu mynd af sér í leiðinni.
Myndir/Ljóðasetur Íslands