Tónlistarmaðurinn Haki sendi frá sér lagið Hverfisgata þann 29. janúar síðastliðinn.

Lagið er unnið með pródúsernum Viktori Frank. Hverfisgata á Spotify

Haki gaf út sína fyrstu plötu OFFLINE árið 2019. Platan var unnin með pródúserunum Whyrun og Slaema.

Haki með gullsmáskífu fyrir lagið Flýg.

Á síðast ári sendi Haki frá sér lagið Flýg. Í laginu notar Haki brot úr lagi Bubba Morthens, Velkomin.

Lagið er af plötunni Regnbogans stræti sem Bubbi gaf út árið 2019.

Í byrjun árs fékk Haki afhenda gullsmáskífu fyrir yfir 500.000 streymi en lagið er nú komið með yfir milljón streymi.