13. janúar var lengi kallaður birtudagur norður á Ólafsfirði og hvað er betra en að fagna hækkandi sól með úrvalstónlist?!
Enn á ný stendur Jón Þorsteinsson fyrir tónleikum á þessum ágæta degi.
Jón Þorsteinsson var í viðtali í þættinum Tíu Dropar á FM Trölla þar sem rætt var við hann um tónleikana og margt annað áhugavert.
Viðtalið má heyra hér fyrir neðan:
Í þetta skiptið verða á efnisskránni samsöngs- og samspilsverk eftir Johannes Brahms í flutningi hollenskra og íslenskra tónlistarmanna og -kvenna;
Liebesliederwaltzer op. 52, Zigeunerlieder op. 103, dúettar og Ungverskir dansar.
Tónleikarnir verða í Tjarnarborg og aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir verða endurteknir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar daginn eftir, þriðjudaginn 14. janúar.
Aðgangseyrir þar verður 3.500 kr, helmingsafsláttur fyrir námsmenn og ellilífeyrisþega.
Athugið að enginn posi verður á staðnum.
Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.
Flytjendur:
Ingrid Nugteren sópran
Yvonne Kok mezzosópran
Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór
Ágúst Ólafsson barítón
Eva Þyri Hilmarsdóttir og David Bollen píanóleikarar
Verkefnið er unnið í samstarfi við Markaðsstofu Ólafsfjarðar