Byggðaráð Húnaþings vestra samþykkti nýverið tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í fjölgun á nýjum efnistökusvæðum ásamt eldri námu við Laugarholt og er þegar raskað svæði við Laxárdalsveg, sem nýta á til lagfæringa á Laxárdalsvegi.

Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 11. júlí 2022 í mkv 1:100.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra

Bogi Kristinsson Magnusen

 sjá : sa1301g-laxardalsvegur-a4.pdf