Á laugardögum kl. 16 er þátturinn “The Brian Callaghan radio show” á dagskrá FM Trölla.

Í dag neyðumst við til að endurflytja síðasta þátt, vegna þess að þáttarstjórnandinn, Brian Callaghan er mjög veikur af Covid-19.

Brian spilar fjölbreytta tónlist frá liðnum áratugum og dregur fram lög og ábreiður sem heyrast allt of sjaldan.

Hlustið á Brian Callaghan á FM Trölla kl. 16 – 17 í dag.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is