Björn Valdimarsson á Siglufirði hefur verið að taka myndir af hverdagslífi, mönnum og viðburðum hér í Fjallabyggð á undanförnum árum. Hefur hann þar á meðal gefið út bókina Fólkið á Sigló.
Veitti hann Trölla.is góðfúslegt leyfi til að birta myndaseríu sem hann tók þann 3. maí síðastliðinn. Myndirnar voru teknar í morgunsárið og síðdegis af lífinu við höfnina hér á Siglufirði.
Björn heldur úti heimasíðu með ljósmyndum sínum sem vert er að skoða. Sjá hér

Löndun úr Sólbergi

Kjartan og Jónas á vigtinni

Gulli Sínu gengur frá bretti

Baldi Kára í kaffi á vigtinni

Súkkan hans Reynis Karls

Vörulosun í morgunsárið
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Björn Valdimarsson