Búið er að opna fyrir umferð yfir Öxnadalsheiði sem lokuð var vegna umferðaslyss sem varð um hádegisbil í dag
Slökkvilið og öryggisfulltrúar á vegum Olíudreifingar ehf. hafa lokið við að dæla olíu úr götóttum olíutanki olíuflutningabíls á Öxnadalsheiði sem valt.
Um 8.000 lítrar af skipagasolíu í grýttan jarðveginn á slysstað sem var skammt vestan Grjótár.
Lögreglan þakkar ökumönnum fyrir þolinmæðina.
Skjáskot: mynd af vef Vegagerðarinnar