Á dögunum skrifaði Primex Iceland undir styrktarsamning við Siglfirðinginn og afrekskonuna Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur. Sólrún Anna er dóttir Sigurlaugar Rögnu Guðnadóttur og Ingvars Erlingssonar.

Hún er hluti af A-landsliði Íslands í Badminton og afrekshóp BSÍ. Ásamt því að keppa og stunda æfingar erlendis er hún líka að þjálfa. Sólrún Anna gerði sér lítið fyrir á dögunum og vann sterkt meistaramót BH í meistaraflokki kvenna.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari ungu afrekskonu á næstu árum.

ChitoCare Beauty eru náttúrulegar snyrtivörur sem henta fyrir allar húðgerðir einnig viðkvæma og exemkennda. Lykilefni í þessum vörum er kítósan sem er framleitt hjá Primex á Siglufirði.

Kítósan er mörgum kostum gætt og náttúrulegir eiginleikar þess aðstoða við að verja húðina, viðhalda raka hennar og stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar

Framleiðsla Primex er vottuð náttúruleg og hefur fyrirtækið hlotið Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir nýstárlega notkunarmöguleika á sjávarafurðum.

Myndir: Primex