Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar er í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauða krossinn við Eyjafjörð varðandi umsóknir um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu.

Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli. Umsóknir er hægt að nálgast á skrifstofu Dalvíkurbyggðar eða hjá stafsmönnum félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar.

Skilafrestur á umsóknum fyrir jólaaðstoð er föstudaginn 6.desember 2019, eftir þann tíma er búið að loka fyrir umsóknir um jólaaðstoð.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.