Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. september sl. deiliskipulag fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með eftirtöldum breytingum:

  • Bætt hefur við þremur gönguþverunum á uppdráttum og einhverjar færðar til.
  • Uppgefnar hraðatakmarkanir voru teknar út af uppdráttum og texta breytt í greinargerð.
  • Áningarstaður vestan Ólafsfjarðar með aðkomu frá Garðsvegi er nú sýndur á uppdráttum.
  • Mögulegt rými fyrir strætóútskot milli Aðalgötu 44 og 46 var tekið út á uppdráttum.
  • Merkingar þar sem göngu- og/eða hjólastígur fer yfir innkeyrslur að lóðum og þar sem bakkað er út á götu eru nú sýndar á uppdráttum ásamt merkingum þar sem ekki má leggja.
  • Mögulegur fjöldi bílastæða meðfram þjóðvegi er nú sýndur á uppdráttum.
  • Breytingar hafa verið gerðar á aðkomu/innkeyrslu við lóðirnar Múlavegur 13 og Múlavegur 18.
  • Bætt hefur verið gatnamótum að Námuvegi til austurs.
  • Frá Námuvegi að áningarstað austan Ólafsfjarðar liggur göngu- og hjólastígur nú austan megin þjóðvegar.
  • Í kafla 3.2 Lóðir í greinargerð, hefur Múlavegi 6 verið bætt við í upptalningu á þeim lóðum sem þarf að aðlaga/breyta til að koma fyrir göngu- og hjólastígum meðfram götu. 

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Deiliskipulagið er aðgengilegt á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Skipulagsfulltrúi