Hraun í Fljótum – Skipulagslýsing

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 423. fundi sínum þann 6. apríl 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Hraun í Fljótum skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kollgáta arkitektastofa leggur fram fyrir hönd Fljótabakka ehf. skipulagslýsingu fyrir Hraun í Fljótum. Meginmarkmiðið skipulagsins er að skipuleggja nýjar lóðir á landareigninni til að styðja við atvinnurekstur í ferðaþjónustu. Skipulagið miðar að því að skapa nýjar lóðir og byggingarreiti undir nýbyggingar auk þess sem núverandi hús á eigninni fá einnig skýrari stöðu, hvert með sinni lóð og byggingarreit skv. skipulagsreglugerð. Um er að ræða tvo megin kjarna uppbyggingar og endurbyggingar innan landareignarinnar sem eru merktir Kjarni A og Kjarni B á uppdrætti.

Skipulagslýsingin er auglýst frá 25. maí til og með 16. júní 2022. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 16. júní 2022.

Yfirlitsmynd frá Deplum

Deplar í Fljótum – Deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 424. fundi sínum þann 4. maí 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kollgáta arkitektastofa leggur fram fyrir hönd Fljótabakka ehf. breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir Depla sem m.a. varða breytingar á byggingarreitum, leiðréttingu landamerkja og lóðarmarka til samræmis við frumheimild o.fl.

Skipulagstillagan er auglýst frá 25. maí til og með 7. júlí 2022.

Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Athugasemdir og ábendingar varðandi skipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eða afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 7. júlí 2022.

Mynd/Kristín Sigurjónsdóttir