Laugardaginn 8. júní næstkomandi, verður Dívushow á Kaffi Rauðku, Siglufirði.

Þetta verður í 7. sinn sem þessar hressu dívur koma fram með stórkostlega söngveislu á Siglufirði.

Ágóði sýninganna hefur alltaf runnið til góðra málefna og svo verður einnig að þessu sinni.

Búast má við glæsilegri söngskemmtun á Kaffi Rauðku á laugardaginn.

Tveir sérstakir gestir munu koma fram auk Dívanna, það verða þau Rabbi í Gautum og Thelma Hilmars “snappari”.

Thelma Hilmars / Mynd: Eva Karlotta
Dívurnar
Eva Karlotta
Dívurnar á Kaffi Rauðku
Bryndís, Ragns Dís og Hófí

Sjá einnig facebook viðburð, þar sem segir meðal annars:

Stelpurnar eru komnar aftur og þær eru til í tjúttið! Þann 8.júní á Kaffi Rauðku!
Eftir Divushowið mun DJ Náttfríður sjá til þess að það verði dansað!

Forsalan hefst þann 1. maí á Sigló Hótel miðaverð: 3.500 kr,-

Á seinustu Dívushowum hefur alltaf verið uppselt! Tryggðu þér miða í tæka tíð!

Partýkveðjur
Divurnar og Kaffi Rauðka 😉