Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum.
Segir þar að í póstnúmerinu 580, Siglufirði sé 1 í sóttkví og enginn í einangrun. Í póstnúmeri 625, Ólafsfirði er enginn í sóttkví eða einangrun
Í dag eru 29 einstaklingar í sóttkví og enginn með staðfest smit á Norðurlandi eystra.
