Einn réttur, ekkert svindl – jafnaðarkaup MYNDBAND

Alþýðusamband Íslands, ásamt aðildarsamtökum sínum, stendur að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni EINN RÉTTUR – EKKERT SVINDL!

Myndband um jafnaðarkaup:

Nánari upplýsingar um verkefnið og fleiri myndbönd má finna hér 

Er mögulega verið að svindla á þér? Ungt fólk og erlendir starfsmenn eru í mestri hættu á að brotið sé á þeim á vinnumarkaði.

Launaþjófnaður, prufuvaktir, jafnaðarkaup, R-vaktir, ólaunuð störf, áreiti og misrétti.

Veist þú dæmi þess að brotið sé á ungu fólki eða erlendum starfsmönnum á vinnumarkaði eða hefur þú sjálf/ur orðið fyrir slíku? 

Taktu þátt í átaki ASÍ – deilum reynslu okkar með myllumerkinu #EkkertSvindl og upprætum svindlið!

MARKMIÐ VERKEFNISINS:

  • Að tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þ.m.t. útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði.
  • Að tryggja starfsemi og eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og þau viðmið og samskipti sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi.
  • Að tryggja að sameiginlegir sjóðir samfélagsins fái sitt til að fjármagna m.a. öflugt heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi.

Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppniforskot. Verkefnið beinist ekki gegn erlendum starfsmönnum sem komið hafa hingað til lands í góðri trú.

ÁHERSLA ER LÖGÐ Á:

  • Breytt viðhorf með það að markmiði að landsmenn styðji baráttuna gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði með virkum hætti.
  • Að upplýsa erlenda starfsmenn og ungt fólk um réttindi sín og skyldur.
  • Að upplýsa erlend fyrirtæki og aðra atvinnurekendur sem ráða erlenda starfsmenn og ungt fólk um skyldur sem því fylgja.
  • Að upplýsa brot á vinnumarkaði, krefjast úrbóta og koma upplýsingum um meint brot til viðkomandi stjórnvalda og eftirlitsstofnana.
  • Að upplýsa íslenskt launafólk og allan almenning um mikilvægi þess að uppræta undirboð á vinnumarkaði og svarta atvinnustarfsemi.